Þegar Ormsteitið stóð sem hæst í ágúst voru veittar viðurkenningar fyrir fallegustu garða og snyrtilegt umhverfi í Fljótsdalshéraði. Það er Fljótsdalshéraðsdeild Garyrkjufélags Íslands sem staðið hefur fyrir þessari viðurkenningu síðan 1988.
Vanalega er veitt viðurkenning fyrir einn garð í þéttbýli, eitt fyrirtæki og eitt sveitabýli. Í tilefni af 60 ára afmæli Egilsstaða var ákveðið að hafa verðlaunaafhendingu á Ormsteiti veglegri að þessu sinni. Því voru veittar tvær viðurkenningar fyrir fallega garða, ein til fyrirtækis, ein til sveitabýlis og þá var fallegasta gatan verðlaunuð sérstaklega.
Eftirfarandi hlutu viðurkenningar:
Sveitabýli: Birkihlíð í Skriðdal, Ásta Ingibjörg Björnsdóttir og Björn Kristinsson,
Garðar: Einbúablá 15 - Sveinn Árnason og Kapitola Snjólaug Jóhannsdóttir
Laufás 1 - Þorsteinn Steinþórsson og Steinunn Ásmundsdóttir
Fyrirtæki: Þekkingarnet Austurlands
Gatan: Selás