Viðhald ljósabúnaðar á lögbýlum í dreifbýli

Á fundi bæjarstjórnar Fljótsdalshéraðs þann 23. janúar var staðfest samþykkt um viðhald ljósabúnaðar á lögbýlum í dreifbýli sveitarfélagsins. Þar kemur m.a. fram að Fljótsdalshérað tekur að sér að viðhalda öllum ljósabúnaði, þar sem sveitarfélagið hefur kostað uppsetningu á ljósabúnaðinum.

Í samþykktunum kemur fram að um sé að ræða allan ljósabúnað sem Fljótsdalshérað hefur sett upp og kostað á undangengnum árum við lögbýli á Fljótsdalshéraði, þó aldrei meira en einum staur á bæ.

Fljótsdalshérað mun semja við verktaka, eða bjóða út viðhald ljósabúnaðar eftir því sem við á hverju sinni. Sveitarfélaginu verður skipt upp í fimm svæði og verður eitt til tvö svæði tekin árlega til viðhalds. Verða þá öll lögbýli á því svæði sem tekin eru til viðhalds það árið heimsótt, farið yfir ljósabúnað, hann lagfærður og skipt út biluðum íhlutum og perum. 

Samþykktina um viðhald ljósabúnaðar á lögbýlum í dreifbýli sveitarfélagsins má finna hér.