Viðburðum á Héraði aflýst á sunnudag

Jólasýning Handverks- og hússtjórnarskólans á Hallormsstað sem var auglýst sunnudaginn 14. desember milli kl. 14.00 og 16.00 er aflýst vegna veðurs.

Einnig fellur niður upplestur á Aðventu eftir Gunnar Gunnarsson sem vera átti á Skriðuklaustri á sunnudaginn.