- Stjórnsýsla
- Þjónusta
- Mannlíf
Tvær íslenskar listakonur, Ingunn Þráinsdóttir og Sandra Mjöll Jónsdóttir taka þátt í sýningu í Vesterålen í Norður Noregi. Sýningin nefnist menneske og vesterålsnatur eða maðurinn og náttúran. Ingunn sýnir teikningar og textílverkin Flóra en Sandra ljósmyndir.
Ingunn og Sandra hafa báðar fengið styrk frá Menningarnefnd Vesteråls og dvalið þar í listamannaíbúð og unnið að list sinni. Sandra árið 2009 og Ingunn haustið 2010.
Maðurinn og náttúran er afrakstur menningarsamstarfs Menningarráðs Vesteráls og Menningarráðs Austurlands sem standa að sýningunni ásamt Galleri Apotheket í Stokmarknes.