Íbúum Fljótsdalshéraðs hefur fjölgað um 917 manns frá árinu 2002 en þá voru íbúar Austur-Héraðs, Fellahrepps og Norður-Héraðs, sem mynda nú sveitarfélagið Fljótsdalshérað, 2.790 manns. En samkvæmt tölum Hagstofunnar eru íbúar sveitarfélagsins nú 3.707 manns.
Mesta fjölgunin er í þéttbýliskjörnunum á Egilsstöðum og í Fellabæ eða 683 manns.
Ef skoðaðar eru tölurnar á milli áranna 2007 og 2008 er fækkun um 366 manns eða úr 4.073 árið 2007 í 3.707 árið 2008. Meginástæða þessarar fækkunar er að virkjunarframkvæmdum við Kárahnjúka er nú að mestu lokið og erlent vinnuafl sem þar hefur haft þar lögheimili sitt er nú flutt af landi brott eða er staðsett í vinnubúðum austan Snæfells í Fljótsdalshreppi.