Verið að ljúka við sparkvelli í Brúarási og á Hallormsstað

Nú er að ljúka gerð sparkvalla á Brúarási og á Hallormsstað. Nýlokið er að leggja gervigrasið á vellina en veggir umhverfis þá verða settir upp í þessari viku. Gert er ráð fyrir að sparkvöllurinn við Brúarás verði tilbúinn í þessari viku en á Hallormsstað í þeirri næstu.

Vellirnir eru 33 m langir og 18 m breiðir og verður timburgirðing allan hringinn. Vellirnir eru upplýstir og verður hægt að kveikja á lýsingunni með því að ýta á rofa við völlinn og síðan slokknar sjálfkrafa á lýsingunni eftir um klukkustund. Hitalagnir voru lagðar í vellina en þær verða þó ekki tengdar að þessu sinni.  

Héraðsfjörður sá um að byggja vellina, Verkfræðistofa Austurlands sá hönnun og eftirlit og KSI lagði gervigrasið.