Verðlaunapóstkort MMF loksins opinber

Menningarmiðstöð Fljótsdalshéraðs stóð fyrir póstkortasamkeppni nú í vor og bárust yfir 200 innsendar tillögur. Búið er að velja og prenta sex póstkort og eru þau að birtast á sölustöðum víða um Austurland. Verðlaunahafar voru Júlía Ásvaldsdóttir, Skarphéðinn G. Þórisson, Ólöf Valgarðsdóttir (Skotta), Agnieszka Sosnowska, Hanna Gyða Þráinsdóttir og Stefanía Ósk Ómarsdóttir, öll frá Austurlandi.

Í valnefndinni um póstkortin voru Pétur Behrens, Fjölnir Björn Hlynsson, Ingunn Þráinsdóttir, Karen Erla Erlingsdóttir og Halldór B. Warén.
Öllum þátttakendum eru sendar sérstakar þakkir fyrir frábærar innsendingar, eru íbúar Austurlands hvattir til að kaupa þessi fallegu póstkort, senda vinum og ættingjum og hvetja þá til að sækja Austurlandið heim í sumar. Þeir sem vilja hafa kortin í sölu hjá sér eru vinsamlega beðnir um að hafa samband við Ingunni á netfangið mmf@egilsstadir.is