Ventlasvín á fjölunum

Frú Norma í samstarfi við Leikfélag Fljótsdalshéraðs og Leikfélag Seyðisfjarðar kynnir innsetningarleikverk í anda leikhúss fáránleikans. Verkið Ventlasvín gerist kannski á skipi, kannski í vélasal, kannski inni í höfði táningsstúlku og kannski ekki.

Í verkinu er unnið með skiptilykla, hrynvitund, hugmyndafræði og aðferðir leikhúss fáránleikans að leiðarljósi. Frumsýning verður þriðjudaginn 1. júlí en sýnt verður tvisvar á dag næstu þrjá dag. Aðeins er um þessar sex sýningar að ræða og þá kemst aðeins 21 áhorfandi á hverja sýningu. Sýnt er í Sláturhúsinu - Menningarsetri á Egilsstöðum.

Sýningar á Ventlasvíninu eru eftirfarandi daga:
Þriðjudagur 1. júlí kl. 20:00 og 22:00
Miðvikudagur 2. júlí kl. 20:00 og 22:00
Fimmtudag 3. júlí kl. 20:00 og 22:00

Miðapantanir í síma 471-1166 / norma@frunorma.is Miðaverð er 2000 kr.