Vellukkað stórkastaramót á Vilhjálmsvelli

Um helgina fór fram stórkastaramótið Strandamaðurinn sterki á Egilsstöðum sem haldið var til heiðurs Hreini Halldórssyni. Á mótinu var með annars keppt í kúluvarpi, spjótkasti og kringlukasti.
Sigurvegari í kúluvarpi 7,26 kg karla var Óðinn Björn Þorsteinsson (Ármann) en hann kastaði kúlunni lengst 17,89. Sigurvegari í flokki 18-19 ára með 6 kg kúlu var Guðni Valur Guðnason (ÍR) en hann kastaði kúlunni 16,51.

Í spjótkasti karla sigraði Guðmundur Sverrisson frá ÍR en hann kastaði lengst 77,95. Í kringlu karla sigraði Sindri Lárusson með 42,69. Í kringlu aldursflokki 18-19 ára kastaði Guðni Valur Guðnason lengst 49,07.

Fínasta veður var á mótinu og heppnaðist það vel. Þetta var í fyrsta skipti sem mótið fór fram og vonast er til að það stækki með árunum