Helgina 31. október til 1. nóvember stóðu Listkennsludeild Listaháskóla Íslands og Menningarmiðstöð Fljótsdalshéraðs fyrir námskeiði fyrir kennara og aðra áhugasama þar sem áhersla var lögð á rödd, spuna og tjáningu. Kennari á námskeiðinu var leikkonan og leiklistarkennarinn Þórey Sigþórsdóttir, sem kennt hefur sambærilegt námskeið í Listaháskólanum um árabil.
Námskeiðið var vel sótt og almenn ánægja með framkvæmd þess. Fólk allsstaðar af Austurlandi sótti námskeiðið sem haldið var í Sláturhúsinu, menningarsetri á Egilsstöðum. Bæði fólk sem fæst við leiklist í leik eða starfi og svo líka fólk sem þarf starfs síns vegna að koma fram eða notar röddina mikið í starfi. Þátttakendur voru þakklátir fyrir að fá námskeið frá Listaháskólanum austur og þannig losna við fjárútlát vegna flugferða og uppihalds. Að sami skapi finnst stjórnendum Listaháskólans mikilvægt að geta boðið upp á námskeið á landsbyggðinni og þannig tekið þátt í menningu og listum á landsvísu.
Námskeiðið var það fyrsta í röð námskeiða á Austurlandi í gegnum samstarf Listkennsludeildar L.H.Í og Menningarmiðstöðvar Fljótsdalshéraðs. Hægt er fá námskeiðin metin til háskólaeininga.
Takk fyrir!
Ábending þín er móttekin
Lyngási 12, 700 Egilsstaðir
fljotsdalsherad@fljotsdalsherad.is
kt: 481004-3220
Opnunartímar skrifstofu
8:00 - 15:45 alla virka daga
Persónuverndarfulltrúi Fljótsdalshéraðs hefur eftirlit með að farið sé að persónuverndarlögum í starfsemi sveitarfélagsins
Með íbúagátt er íbúarnir komnir í beint samband við sveitarfélagið sitt með rafrænum hætti.
Þjónustugátt fyrir kjörna fulltrúa Fljótsdalshéraðs.
Upplýsinga- og þjónustuveita ríkis og sveitarfélaga. Hér er að finna upplýsingar um opinbera þjónustu, aðgang að stórum hluta eyðublaða hins opinbera o.fl.