- Stjórnsýsla
- Þjónusta
- Mannlíf
Árshátíð Fellaskóla fór fram fimmtudaginn 6. apríl í íþróttahúsinu í Fellabæ að viðstöddu fjölmenni en alls sóttu ríflega 300 gestir dagskrána. Að henni lokinni var síðan boðið upp á veitingar í Fellaskóla.
Að venju var dagskráin unnin í nánu samstarfi við Tónlistarskólann í Fellabæ og að þessu sinni var viðfangsefnið tónlist ABBA sem heillað hefur fólk í ríflega fjóra áratugi eða allt frá því að þau slógu í gegn í Eurovision með laginu Waterloo árið 1974. Þungamiðjan var svo flutningur 8.-10. bekkjar á brotum úr söngleiknum og bíómyndinni Mamma Mía.
Meðfylgjandi mynd er tekin þegar flutningur lokalagsins stóð yfir en þar sameinuðust nemendur skólans á sviði og sungu meðal annars:
Og um ókomin ár
Verður af og til
- ABBA fár!
Að sögn skólastjóra er svo mikið er víst að tónlist ABBA hefur undanfarið eignast nýja aðdáendur sem koma úr röðum nemenda Fellaskóla.