Árshátíð Fellaskóla fór fram fimmtudaginn 6. apríl í íþróttahúsinu í Fellabæ að viðstöddu fjölmenni en alls sóttu ríflega 300 gestir dagskrána. Að henni lokinni var síðan boðið upp á veitingar í Fellaskóla.
Að venju var dagskráin unnin í nánu samstarfi við Tónlistarskólann í Fellabæ og að þessu sinni var viðfangsefnið tónlist ABBA sem heillað hefur fólk í ríflega fjóra áratugi eða allt frá því að þau slógu í gegn í Eurovision með laginu Waterloo árið 1974. Þungamiðjan var svo flutningur 8.-10. bekkjar á brotum úr söngleiknum og bíómyndinni Mamma Mía.
Meðfylgjandi mynd er tekin þegar flutningur lokalagsins stóð yfir en þar sameinuðust nemendur skólans á sviði og sungu meðal annars:
Og um ókomin ár
Verður af og til
- ABBA fár!
Að sögn skólastjóra er svo mikið er víst að tónlist ABBA hefur undanfarið eignast nýja aðdáendur sem koma úr röðum nemenda Fellaskóla.
Takk fyrir!
Ábending þín er móttekin
Lyngási 12, 700 Egilsstaðir
fljotsdalsherad@fljotsdalsherad.is
kt: 481004-3220
Opnunartímar skrifstofu
8:00 - 15:45 alla virka daga
Persónuverndarfulltrúi Fljótsdalshéraðs hefur eftirlit með að farið sé að persónuverndarlögum í starfsemi sveitarfélagsins
Með íbúagátt er íbúarnir komnir í beint samband við sveitarfélagið sitt með rafrænum hætti.
Þjónustugátt fyrir kjörna fulltrúa Fljótsdalshéraðs.
Upplýsinga- og þjónustuveita ríkis og sveitarfélaga. Hér er að finna upplýsingar um opinbera þjónustu, aðgang að stórum hluta eyðublaða hins opinbera o.fl.