Á Bókasafni Héraðsbúa var eins og undanfarin ár sumarlestur fyrir grunnskólakrakka. Þátttakendur skráðu nafn sitt og bókatitil á happalaufblað sem var hengt á bókatréð – sem var orðið vel blómlegt þegar átakinu lauk þann 17.ágúst.
Dregnir voru út vinningar hálfsmánaðarlega og voru nöfn vinningshafa birt á Facebooksíðu bókasafnins.
Uppskeruhátíð var haldinn þann 17.ágúst. Þá kom Sigríður F. Halldórsdóttir í heimsókn og las fyrir krakkana. Allir þátttakendur fengu viðurkenningarskjöl, dreginn voru út verðlaun og þau tvö sem lásu langmest fengu sér viðurkenningu en það voru Sóley Dagbjartsdóttir sem las heilar 90 bækur og Gabríel Glói Freysson sem náði 71 bók.
Bókasafnsstarfsmenn þakka öllum lesendunum fyrir skemmtilega þátttöku og eins er A4, Héraðsprenti og Vaski þakkað kærlega fyrir verðlaunin og Sigríði fyrir lesturinn.
Takk fyrir!
Ábending þín er móttekin
Lyngási 12, 700 Egilsstaðir
fljotsdalsherad@fljotsdalsherad.is
kt: 481004-3220
Opnunartímar skrifstofu
8:00 - 15:45 alla virka daga
Persónuverndarfulltrúi Fljótsdalshéraðs hefur eftirlit með að farið sé að persónuverndarlögum í starfsemi sveitarfélagsins
Með íbúagátt er íbúarnir komnir í beint samband við sveitarfélagið sitt með rafrænum hætti.
Þjónustugátt fyrir kjörna fulltrúa Fljótsdalshéraðs.
Upplýsinga- og þjónustuveita ríkis og sveitarfélaga. Hér er að finna upplýsingar um opinbera þjónustu, aðgang að stórum hluta eyðublaða hins opinbera o.fl.