Hrafnkelsdagur var haldinn að Aðalbóli í Jökuldal laugardaginn 6. ágúst. Um 45 manns á öllum aldri tóku þátt í ýmsu sem í boði var þennan dag. Leiðsögumaður var Páll Pálsson sem vakti hrifningu og áhuga rútuferðalanga á leiðinni á leiðinni inn Fljótsdal og yfir í Hrafnkelsdal og flestir úr rútunni nýttu sér tækifærið til að ganga síðasta spölinn í Aðalból.
Á Aðalbóli sýndi Leikfélagið Fljótsdalshéraðs skemmtilegan þátt um raunir og grobb Hrafnkels freysgoða. Gestum var boðið upp á prófa fornan knattleik, glímur, hornskinnuleik, hnefatafl og kennd tökin við vattarsaum.
Húsráðendur buðu upp á Faxasteik og Áslaug Sigurgestsdóttir og Sigríður Þorvaldsdóttir kváðu stemmur við eldinn á kvöldvökunni og flestir tóku nokkur dansspor.
Hefð er fyrir að halda Hrafnkelsdag, viku fyrr eða laugardag um verslunarmannahelgi, en sú undantekning var gerð í ár að færa hann til vegna landsmótsins.
Takk fyrir!
Ábending þín er móttekin
Lyngási 12, 700 Egilsstaðir
fljotsdalsherad@fljotsdalsherad.is
kt: 481004-3220
Opnunartímar skrifstofu
8:00 - 15:45 alla virka daga
Persónuverndarfulltrúi Fljótsdalshéraðs hefur eftirlit með að farið sé að persónuverndarlögum í starfsemi sveitarfélagsins
Með íbúagátt er íbúarnir komnir í beint samband við sveitarfélagið sitt með rafrænum hætti.
Þjónustugátt fyrir kjörna fulltrúa Fljótsdalshéraðs.
Upplýsinga- og þjónustuveita ríkis og sveitarfélaga. Hér er að finna upplýsingar um opinbera þjónustu, aðgang að stórum hluta eyðublaða hins opinbera o.fl.