- Stjórnsýsla
- Þjónusta
- Mannlíf
Knattspyrnudeild Hattar stóð fyrir Knattspyrnudögum Hattar 30. apríl og 1. maí. Dagskráin hófst á fyrirlestrum í boði KPMG og Mannvits sem voru öllum opnir og var góð mæting á áhugaverða fyrirlestra. Þarna fjallaði Sonja Sif Jóhansdóttir íþróttafræðingur um heilbrigðan lífstíl og Ellert Örn Erlingsson, íþróttasálfræðingur og forstöðumaður íþróttamála á Akureyri, ræddi um markmiðssetningu. Fyrrverandi leikmaður og þjálfari Hattar, Heimir Hallgrímsson landsliðsþjálfari, ávarpaði samkomuna og talaði til krakkanna um mikilvægi þess að nýta sér svona fyrirlestra í lífinu almennt hvert sem menn stefna.
Um kvöldið var Herrakvöld Hattar haldið í Valaskjálf og tókst það með eindæmum vel undir veislustjórn Guðmundar Ólafssonar og þar var Heimir Hallgrímsson mættur sem aðalræðumaður.
Á verkalýðsdaginn sjálfan 1. maí voru svo æfingar hjá öllum flokkum og þar kom landsliðsþjálfarinn og stýrði æfingum og talaði við krakkana. Það ljómaði hvert andlit og þau drukku í sig allan fróðleik sem þessi fyrrum leikmaður og þjálfari Hattar hafði fram að færa.
Á myndinni sem Unnar Erlingsson tók má sjá Sigríði Baxter yfirþjálfara yngirflokka Hattar, Gunnlaug Guðjónsson þjálfara 5. fl. kk, Heimi Hallgrímsson landsliðsþjálfara og 5. fl kk Hattar.