Knattspyrnudeild Hattar stóð fyrir Knattspyrnudögum Hattar 30. apríl og 1. maí. Dagskráin hófst á fyrirlestrum í boði KPMG og Mannvits sem voru öllum opnir og var góð mæting á áhugaverða fyrirlestra. Þarna fjallaði Sonja Sif Jóhansdóttir íþróttafræðingur um heilbrigðan lífstíl og Ellert Örn Erlingsson, íþróttasálfræðingur og forstöðumaður íþróttamála á Akureyri, ræddi um markmiðssetningu. Fyrrverandi leikmaður og þjálfari Hattar, Heimir Hallgrímsson landsliðsþjálfari, ávarpaði samkomuna og talaði til krakkanna um mikilvægi þess að nýta sér svona fyrirlestra í lífinu almennt hvert sem menn stefna.
Um kvöldið var Herrakvöld Hattar haldið í Valaskjálf og tókst það með eindæmum vel undir veislustjórn Guðmundar Ólafssonar og þar var Heimir Hallgrímsson mættur sem aðalræðumaður.
Á verkalýðsdaginn sjálfan 1. maí voru svo æfingar hjá öllum flokkum og þar kom landsliðsþjálfarinn og stýrði æfingum og talaði við krakkana. Það ljómaði hvert andlit og þau drukku í sig allan fróðleik sem þessi fyrrum leikmaður og þjálfari Hattar hafði fram að færa.
Á myndinni sem Unnar Erlingsson tók má sjá Sigríði Baxter yfirþjálfara yngirflokka Hattar, Gunnlaug Guðjónsson þjálfara 5. fl. kk, Heimi Hallgrímsson landsliðsþjálfara og 5. fl kk Hattar.
Takk fyrir!
Ábending þín er móttekin
Lyngási 12, 700 Egilsstaðir
fljotsdalsherad@fljotsdalsherad.is
kt: 481004-3220
Opnunartímar skrifstofu
8:00 - 15:45 alla virka daga
Persónuverndarfulltrúi Fljótsdalshéraðs hefur eftirlit með að farið sé að persónuverndarlögum í starfsemi sveitarfélagsins
Með íbúagátt er íbúarnir komnir í beint samband við sveitarfélagið sitt með rafrænum hætti.
Þjónustugátt fyrir kjörna fulltrúa Fljótsdalshéraðs.
Upplýsinga- og þjónustuveita ríkis og sveitarfélaga. Hér er að finna upplýsingar um opinbera þjónustu, aðgang að stórum hluta eyðublaða hins opinbera o.fl.