Vegna lokunar Upplýsingamiðstöðvar

Fljótsdalshérað harmar lokun Upplýsingamiðstöðvar Austurlands nú þegar að aðeins tveir mánuði eru eftir af árinu. Fljótsdalshérað hefur, eitt sveitarfélaga á Austurlandi, langt beint framlag (3,8 millj.kr. á ári) til reksturs upplýsingamiðstöðvarinnar og ávallt staðið við allar greiðslur til hennar. Atvinnu- og menningarnefnd Fljótsdalshéraðs hefur verið að skoða rekstrarframlag sveitarfélagsins til miðstöðvarinnar. Engin ákvörðun vegna þessa hefur hins vegar verið tekin og því tengist lokun Upplýsingamiðstöðvar Austurlands þeirri skoðun ekki á neinn átt.

Mikilvægt er að ferðamenn hafi aðgengi að réttum upplýsingum ekki síst þegar vetur er genginn í garð og yfir stendur eldgos í Holuhrauni. Fljótsdalshérað hvetur hagsmunaaðila til að leita lausna á vanda upplýsingamiðstöðvarinnar og vonast til að farsæl lausn fáist í málinu.

Egilsstöðum 6. nóvember 2014
F.h. Fljótsdalshéraðs
Björn Ingimarsson
bæjarstjóri