Vegahúsið auglýsir fjölda námskeiða

Vegahúsið, miðstöð ungs fólks á Fljótsdalshéraði, hefur auglýst fjölda námskeiða sem fyrirhuguð eru fram á sumarbyrjun. Kostnaður við hvert námskeið fer eftir fjölda þátttakanda en hann verður samt í algjöru lágmarki, segir í auglýsingu frá Vegahúsinu.

Námskeiðin sem auglýst hafa verið eru:
• Hljóðupptökunámskeið - Proo Tools, grunnkennsla
• Ljósmyndanámskeið - stafræn ljósmyndun, notkun á lýsingu ofl., grunnkennsla
• Útvarpsnámskeið - langar þig að vera með útvarpsþátt ? (í tengslum
• við útvarp Andvarp 103,2)
• Stuttmyndanámskeið - í tengslum við 700.is
• Snyrtinámskeið - hvað verður það nýjasta í förðun og hárgreiðslu
• Leiklistarnámskeið - farið í grunnatriði í leiklist og framkomu
• Söngnámskeið - raddæfingar, framkoma með hljóðnema
• Bardagaíþróttanámskeið - er grundvöllur að stofna eða endurreisa júdó- eða karatefélag á Austurlandi ?
• Dansnámskeið - námskeið í samkvæmis- og diskódansi (Michael Jackson)
• Grafísk hönnun - plakataworksjopp
• Skellinöðrunámskeið - farið yfir það sem þarf til að taka skellinöðrupróf
• Kafaranámskeið - helgarnámskeið í sundlauginni

Áhugasamir um þátttöku í þessum námskeiðum eru hvattir til að senda umsókn á  vegahusid@gmail.com eða slaturhusid@egilsstadir.is fyrir 15. febrúar. Í umsókn þarf að koma fram nafn, símanúmer og námskeið sem viðkomandi hefur áhuga á að sækja. Ekkert aldurstakmark er á námskeiðin en þeir sem eru fæddir milli 1985 og 1995 hafa forgang.

Haft verður samband um hvenær og hvort af námskeiði verður (fer eftir fjölda þátttakenda).

Vegahúsið er með aðstöðu Sláturhúsinu, menningarsetri, á Egilsstöðum. Síminn er 471 1479 og þar er opið milli kl. 14 og 22 virka daga.