Vegagerðin: Breytt lega Axarvegar

Vegagerðin kynnir nú nýja veglínu sem lögð er fram sem viðbót við áður birta matsskýrslu um umhverfismat Axarvegar, Hringvegar í Skriðdal og Hringvegar um Berufjarðarbotn í sveitarfélögunum Fljótsdalshéraði og Djúpavogshreppi.


Veglínan sem lögð er fram er 8,2 km löng og liggur frá Háubrekku í Berufjarðardal að Hringvegi við Reiðeyri við botn Berufjarðar í Djúpavogshreppi.
Í samræmi við lög nr. 106/2000 m.s.b., gr. 6, viðauka 2, lið 13a, er framkvæmdin tilkynningarskyld til Skipulagsstofnunar.


Á heimasíðunni oxi.is er að finna bæði myndræna framsetningu á gögnunum ásamt kynningarskýrslu Vegagerðarinnar, vegna þessara breytinga.
Hægt er líka að smella á þennan tengil til að skoða gögnin. http://oxi.is/