Fyrirhugað er að hleypa vatni úr Hálslóni 3. júlí n.k., klukkan 10.00. Þetta er gert vegna þess að Hálslón fyllist fyrr en æskilegt þykir og því gert í öryggisskyni til að halda fyllingarhraðanum niðri.
Aðgerðin felst í því að opna þarf botnrásir og mun því vatnsmagn í farvegi Jökulsár á Dal aukast um 150-300 m3/s. Unnið er eftir ákveðnu verklagi við opnunina og reynt að draga úr flóðtoppi sem mest má en óhjákvæmilega verður vatnshæðaraukning í farvegi töluverð. Rennslið í árfarveginum eykst umtalsvert en nálgast samt aldrei meðalrennsli í Jöklu og vatnsmagn við Hjarðarhaga verður verulega minna en svarar til meðalrennslis í Jöklu á þessum árstíma fyrir virkjun. Vatnið sem hleypt er af lóninu er tekið 5 metrum fyrir neðan intaksopið virkjunarinnar eða í 525 m.h.y.s., svo ekki er um að ræða vatn í botni lónsins.