Íslandsbanki undirritaði nýverið samning um að fjármagna framkvæmdir Hitaveitu Egilsstaða og Fella við Vallarveitu. Gert er ráð fyrir að kostnaður við veituna verði um 200 milljónir króna. Verkefnið tryggir sumarhúsabyggð á Völlunum heitt vatn og gerir mönnum kleift að koma upp heilsárshúsum og bæta nýtingu á húsunum.
Við undirritunina sagðist Guðmundur Davíðsson, framkvæmdastjóri HEF, ánægður með að geta veitt heitu vatni inn á Velli, sem efli svæðið enn frekar sem ferðamannaparadís. Þá stækki þetta þjónustusvæði Hitaveitunnar og bæti þar með rekstrargrunn hennar.
Ormarr Örlygsson, útibússtjóri Íslandsbanka á Fljótsdalshéraði, sagði að bankinn hafi áður átt mjög gott samstarf við Hitaveituna og raunar sveitarfélagið í heild, þannig að þetta væri bara enn ein staðfesting á því að báðir aðilar vildu byggja áfram á því. Íslandsbanki teldi mikilvægt að taka þá í uppbyggingu á sínu nærumhverfi og þetta væri liður í því.
Takk fyrir!
Ábending þín er móttekin
Lyngási 12, 700 Egilsstaðir
fljotsdalsherad@fljotsdalsherad.is
kt: 481004-3220
Opnunartímar skrifstofu
8:00 - 15:45 alla virka daga
Persónuverndarfulltrúi Fljótsdalshéraðs hefur eftirlit með að farið sé að persónuverndarlögum í starfsemi sveitarfélagsins
Með íbúagátt er íbúarnir komnir í beint samband við sveitarfélagið sitt með rafrænum hætti.
Þjónustugátt fyrir kjörna fulltrúa Fljótsdalshéraðs.
Upplýsinga- og þjónustuveita ríkis og sveitarfélaga. Hér er að finna upplýsingar um opinbera þjónustu, aðgang að stórum hluta eyðublaða hins opinbera o.fl.