Úttekt á skólastarfi á Fljótsdalshéraði

Starfsmenn Miðstöðvar skólaþróunar við Háskólann á Akureyri kynntu niðurstöður sínar úr skýrslu um úttekt á grunn- og tónlistarskólum á Fljótsdalshéraði fyrir bæjarfulltrúum, fulltrúum í fræðslunefnd og skólastjórnendum föstudaginn 24. apríl. Í framhaldi af þeirri kynningu tók bæjarráð skýrsluna til umræðu á fundi sínum 27. apríl.

Bæjarráð samþykkti þar að vísa skýrslunni til stjórnenda viðkomandi skóla og fræðslunefndar og að þeim verði gefinn kostur á að koma á framfæri spurningum til skýrsluhöfunda, enda berist þær fyrir 6. maí n.k. Fræðslufulltrúa falið að taka við spurningunum og koma þeim til skýrsluhöfunda. Að þeim svörum fengnum er skýrslunni, ásamt svörum við spurningum, vísað til fræðslunefndar til umfjöllunar.

Skýrsluna er í heild sinni að finna á heimasíðu Fljótsdalshéraðs undir: Stjórnsýsla – Útgefið efni – Skýrslur eða hér.