Útsvarslið Fljótsdalshéraðs, þau Björg, Eyjólfur og Þorsteinn, mæta fulltrúum Hafnarfjarðar í síðasta leik átta liða úrslitanna á miðvikudagskvöldið. Liðið hefur staðið sig með mikilli prýði til þessa og eru miklar væntingar gerðar til liðsmanna nú sem áður.
Gestum gefst kostur á því að mæta í sjónvarpssal og vera viðstaddir beina útsendingu þáttarins og eru Héraðsbúar og brottfluttir Héraðsmenn hvattir til að mæta í Efstaleitið til að styðja okkar fólk.
Þeir sem heima sitja geta mætt í Valaskjálf og fylgst með keppninni á breiðtjaldi.
Fljótsdalshérað sendir Útsvarsliðinu baráttukveðjur með ósk um gott gengi.
Takk fyrir!
Ábending þín er móttekin
Lyngási 12, 700 Egilsstaðir
fljotsdalsherad@fljotsdalsherad.is
kt: 481004-3220
Opnunartímar skrifstofu
8:00 - 15:45 alla virka daga
Persónuverndarfulltrúi Fljótsdalshéraðs hefur eftirlit með að farið sé að persónuverndarlögum í starfsemi sveitarfélagsins
Með íbúagátt er íbúarnir komnir í beint samband við sveitarfélagið sitt með rafrænum hætti.
Þjónustugátt fyrir kjörna fulltrúa Fljótsdalshéraðs.
Upplýsinga- og þjónustuveita ríkis og sveitarfélaga. Hér er að finna upplýsingar um opinbera þjónustu, aðgang að stórum hluta eyðublaða hins opinbera o.fl.