Útsvar

Spurningarþátturinn Útsvar verður sýndur í kvöld, 13. Febrúar, og  hefst bein útsending kl. 20.15. Það eru Margrét Urður Snædal, Stefán Bogi Sveinsson og Þorsteinn Bergsson sem etja kappi við lið Akureyrarbæjar.

Lið Fljótsdalshéraðs hefur staðið sig með eindæmum vel þetta tímabilið. Í fyrstu umferð unnu þau lið Vestmannaeyja með 117 stigum gegn 63 stigum Eyjamanna en aldrei hefur nokkuð annað lið í Útsvari fengi eins mörg stig. Í annarri umferð áttu þau viðureign við Norðurþing og aftur unnu þau með miklum mun, en lið Fljótsdalshéraðs fékk 114 stig gegn 83 stigum Norðurþings. Í kvöld eiga þau svo viðureign við lið Akureyrar eins og fyrr sagði. Lið þeirra er skipað Arnbjörgu Hlíf Valsdóttur, Pálma Óskarssonar og Finns Friðrikssonar. Þeim hefur gengið vel fram að þessu og er eina liðið fyrir utan lið Fljótsdalshéraðs sem hefur klofið 100 stiga múrinn á þessu tímabili. Í fyrstu umferð unnu þau Fjallabyggð með 105 stigum gegn 47.
Við hvetjum alla til að fylgjast með viðureigninni í kvöld.