Útrýmum gróðrastíum eineltis

Foreldrafélag Egilsstaðaskóla og leikskólans Tjarnarskógar bjóða til fræðsluerindis í sal Egilsstaðaskóla þriðjudaginn 25. mars kl. 20.

Það eru allir velkomnir hvort sem fólk er með börn í skóla eða ekki.

Þar ætlar Margrét Pála, stofnandi Hjallastefnunnar m.a. að fjalla um:
• Jákvæða athygli og jákvæðan aga í stað ofbeldissamskipta
• Hvernig hægt sé að útrýma gróðrarstíum eineltis

Allir velkomnir,
kaffi og meðlæti