- Stjórnsýsla
- Þjónusta
- Mannlíf
Ungmennafélagið Þristur heldur 10 vikna útivistarnámskeið fyrir börn og unglinga frá 5 til 15 ára, en námskeiðunum verður skipt í þrjá aldursflokka. Námskeiðin hefjast 15. janúar.
Markmið námskeiðsins er að kynna börn og unglinga fyrir þeim mörgu og skemmtilegu möguleikum sem felast í útivist og töfrum náttúrunnar. Einnnig að byggja upp seiglu og jákvætt viðhorf gagnvart áskorunum og ævintýrum sem leynast við hvert fótmál þegar útivist er annarsvegar.
Unnið verður með útivist í breiðum skilningi, meðal verkefna eru sleðaferðir, snjóhúsagerð, útieldun, náttúruskoðun, fjallgöngur, rötun, listsköpun úr náttúrulegum efniviði og margt fleira.
Hámarksfjöldi er 14 þátttakendur á hvert námskeið.
Kennarar: Þórdís Kristvinsdóttir fjallaleiðsögumaður og skátaforingi.
Hildur Bergsdóttir félagsráðgjafi og útivistarfrík verður ásamt Þórdísi með Útipúkana.
Skráning og allar upplýsingar er að finna á viðburði á Facebook síðu U.M.F Þristar eða hér.