Útikennslustofa Hádegishöfða

Í vor þegar leikskólinn Hádegishöfði tók við Grænfána Landverndar fékk skólinn að gjöf lerkiplöntur sem nú er búið að planta við syðri enda Fellavallar, en þar er búið að skipulegga grænt svæði. Með þessu lagði leikskólinn jafnframt grunn að útikennslustofu sinni.

Á miðvikudaginn fóru elstu nemendur leikskólans, Drekahópur og tóku þátt í vinnu við að þökuleggja reit skólans og setja niður plöntur í reitum í kring. Það verður síðan hlutverk leikskólabarnanna að fylgjast með og passa upp á svæðið svo það nái að vaxa og dafna sem best. Um leið öðlast börnin aukna færni í umhverfismennt og umhverfisvitund.

Það voru glaðir og einbeittir nemendur sem lögðu af stað í þetta verkefni eins og sjá má á meðfylgjandi mynd.