Úthlutað úr Fjárafli

Stjórn Fjárafls, fjárfestinga- og þróunarsjóðs Fljótsdalshéraðs, hefur ákveðið að úthluta styrkjum til þriggja verkefna. Alls bárust fimm umsóknir en umsóknarfrestur rann út 16. júlí síðast liðinn. Verkefni sem fá stuðning að þessu sinni eru:

Skógráð ehf. , sem fær kr  1.000.000.-  vegna kyndistöðvar á Hallormsstað. Verkefnið hefur fengið styrk úr Orkusjóði og í gegnum Vaxtarsamning Austurlands.

Veiðifélag Jökulsár á Dal, fær kr. 800.000.- til rannsóknar á lífríki Jökulsár á Dal og þverám hennar.

Jón Fr. Sigurðsson , fær kr. 600.000. - vegna sjálfvirknivæðingar minkabús, forkönnun og frumhönnun. Stjórn Fjárafls lítur svo að með þessum styrk sé verið að ýta undir frumkvöðlastarf og meiri tæknivæðingu í greininni.

Gert er ráð fyrir að næsta úthlutun Fjárafls verði á fyrri hluta næsta árs.