Úthlutað úr Atvinnumálasjóði - Fjárafli

Á fundi atvinnumálanefndar Fljótsdalshéraðs, 13. apríl, voru teknar til afgreiðslu umsóknir í Atvinnumálasjóð Fljótsdalshéraðs – Fjárafl, en umsóknarfrestur rann út um miðjan mars. Alls bárust sjóðnum níu umsóknir, en ein þeirra barst of seint og var því ekki talin gild. Aðrar umsóknir voru taldar fullnægja skilyrðum samþykkta sjóðsins og úthlutunarreglum hans auk þess að vera mjög raunhæfar.

Eftirfarandi verkefni hlutu styrk úr sjóðnum að þessu sinni:
- Grái hundurinn ehf, vegna hönnunar á útivistar og afþreyingargarði kr. 600.000
- Holt og Heiðar ehf, vegna kaupa á viðarkynntri sírópsgerðarvél fyrir birkisafa kr. 600.000                           
- Félag áhugafólks um heimafóðurverkefnið, vegna fóðurgerðar kr. 400.000 
- Þorsteinn Snædal, vegna kjötvinnslu á Skjöldólfsstöðum kr. 400.000
-Lára Vilbergsdóttir, vegna óstofnaðs hlutafélags um sölu listmuna, minjagripa og handverks kr. 750.000
-Þorpið c/o Þekkingarnetið, til að fjármagna ráðgjafa að hluta o.fl. kr. 750.000.          
Samtals kr. 3.500.000.

Á síðasta ári var Barra úthlutað kr. 500.000 úr sjóðnum, í hlutafé, sem ekki kom til greiðslu þá vegna endurskipulagningar hjá fyrirtækinu. Nú er þeirri endurskipulagningu lokið. Samþykkt var á fundi sjóðsins að veita kr. 500.000 til viðbótar í formi hlutafjár til Barra, eða samtals kr. 1.000.000.