Úrslit sveitarstjórnarkosninganna

Úrslit sveitarstjórnarkosninga á Fljótsdalshéraði eru þannig að Á listi Áhugafólks um sveitarstjórnarmál fékk 397 atkvæði eða 23,3% og 2 menn kjörna, B listi Framsóknarflokks fékk 559 atkvæði eða 32,8% og 3 menn kjörna, D listi Sjálfstæðisflokks fékk 287 atkvæði sem gera 16,9% og 1 mann kjörinn og L listi Héraðslistans fékk 459 atkvæði, eða 27% og 3 menn kjörna. Atkvæði greiddu 1766 af 2434 sem voru á kjörskrá. Kjörsókn var því 72,6%. Auðir seðlar voru 55 og ógildir seðlar 9.

Alls eru 9 fulltrúar í bæjarstjórn og eru þeir þessir:

Stefán Bogi Sveinsson (B)
Eyrún Arnardóttir (B)
Páll Sigvaldason (B)
Sigrún Blöndal (L)
Tjörvi Hrafnkelsson (L)
Árni Kristinsson (L)
Gunnar Jónsson (Á)
Sigrún Harðardóttir (Á)
Guðmundur Ólafsson (D)