Úrslit í Tour de Ormurinn 2015

Hjólreiðakeppnin Tour de Ormurinn, þar sem hjólað er umhverfis Lagarfljót, var haldin í fjórða skipti laugardaginn 15. ágúst. Upphaf og endamark keppninnar var á Egilsstöðum. Keppendur voru alls um 40 talsins, sem er mesti fjöldi frá upphafi. Brautarmet var sett í öllum flokkum. Keppnin er haldin af Ungmenna- og íþróttasambandi Austurlands (UÍA), ferðaþjónustufyrirtækinu Austurför og sveitarfélaginu Fljótsdalshéraði.

Helstu úrslit urðu þessi:

68 km karla
1. Hörður Elís Finnbogason 2:03,56 klst - Brautarmet 2. Hjalti Þórhallsson 2:04,03 klst.
3. Magnús Baldur Kristjánsson 2:12,45 klst
- Eldra brautarmet var 2:08,46, sett í fyrra.

68 km kvenna
1. Hafdís Sigurðardóttir 2:26,07 - Brautarmet 2. Freydís Heba Konráðsdóttir 2:28,40 3. Sigrún Kristín Jónsdóttir 2:40,37
- Eldra brautarmet var 2:44,44, sett í fyrra.

68 km liðakeppni
1. Hörður og félagar (Hörður Bragi Helgason, Ingimar Jóhansson, Gísli Björn Helgason) 2:29,21 - Brautarmet 2. Heiðar og félagar 2:30,49 3. Hugrún og félagar 2:40,44
- Eldra brautarmet var 2:29,28, sett árið 2013.

103 km karla
1. Jónas Stefánsson 3:19,16 klst. - Brautarmet 2. Jóhann Thorarensen 3:19,18 3. Þórarinn Sigurbergsson 3:28,36
- Eldra brautarmetið var 3:47,38, sett af Stefáni Gunnarssyni í fyrra.
Hann er faðir Jónasar.

103 km kvenna
1. Guðrún Sigurðardóttir 3:47,38 - Brautarmet
- Hún átti sjálf eldra metið frá í fyrra, 4:23,34