Úrslit hverfaleika og bestu skreytingarnar

Íbúar efri hæðarinnar á Lagarási 12 hlutu viðurkenningu fyrir besta skreytta húsið.
Íbúar efri hæðarinnar á Lagarási 12 hlutu viðurkenningu fyrir besta skreytta húsið.

Á föstudaginn voru veittar viðurkenningar fyrir skreytingar á Ormsteiti. Að þessu sinni ákvað dómnefnd að íbúar efri hæðarinnar á Lagarási 12 skyldu hljóta viðurkenningu fyrir besta skreytta húsið. Skreytingar þar væru frumlegar og áberandi.

Dómnefnd var sammála um að veita ekki viðurkenningu fyrir best skreytta hverfið en ákvað að þess í stað veittar tvennar viðurkenningar fyrir best skreyttu göturnar. Annars vegar Dalbrún í Fellabæ þar sem þátttaka íbúanna til að skreyta í götunni var almenn og smekkleg og sérstaka athygli vakti appelsínugulur ormurinn sem málaður hafði verið á alla götuna. Hins vegar hlutu Litluskógar viðurkenning fyrir best skreyttu götuna þar sem þátttaka íbúanna var almenn, smekkleg og hverfið rammað skemmtilega inn með bleikum borða.

Á hverfaleikunum sem haldnir voru á Vilhjálmsvelli á föstudagskvöldið bar gula hverfið sigur úr býtum eftir spennandi keppni við keppendur hinna hverfanna, en bláa hverfið varð í öðru sæti. Íbúum hverfanna er þakkað fyrir þeirra þátttöku og framlag til Ormsteitisins.