Urriðavatnssund í ágætisveðri

Uriðavatnssund fór fram í ágætisveðri í morgun. Þrjár vegalengdir voru í boði; 400 m skemmtisund, Landvættarsund (2 km) og hálft Landvættarsund (1 km). 58 voru skráðir í sundið en 52 luku keppni. Tveir tóku þátt í skemmtisundi en hinir lögðu til atlögu við Landvættarsundið.

Sigurvegari í 400 m skemmtisundi var Ragnheiður Grétarsdóttir á tímanum 13.32.11. Sigurvegari í Landvættarsundi var Oddur Kristjánsson á tímanum 34.21.61. Næst Oddi og fyrst kvenna í Landvættarsundi var Sigfríð Einarsdóttir á tímanum 36.58.59. Tíma sundmanna er að finna hér.

Allir þátttakendurnir voru leystir út með viðurkenningarskjali en þeir hraðskreiðstu fengu sérstaka viðurkenningu og blómvönd. Einnig voru heiðraðir elsti keppandinn, Hjálmar Jóelsson, Eiríkur Stefán Einarsson, sem var sá fyrsti sem synti vegalengdina og hefur verið með frá upphafi sundsins og var þar að auki sá eini sem var ekki í sundgalla og sú sem var síðust, Anna Sigríður Arnardóttir,  og sýndi með því ótrúlega þrautsegju.