- Stjórnsýsla
- Þjónusta
- Mannlíf
Urriðavatnssund 2014 fór fram á laugardaginn. Þátttakendur sem luku sundinu voru 54, þar af 49 sem syntu Landvættasund eða 2,5 km.
Aðstæður voru einkar góðar, hlýtt í veðri, sólarlaust og nánast logn.
Kópavogsbúinn Gunnar Egill Benónýsson kom fyrstur í mark í Landvættasundinu á 39:34:12, önnur og þar af leiðandi fyrst af konunum var Maria Johanna van Dijk sjúkaþjálfari í á Blönduósi á 41:46:37.
Sunneva Jóhannsdóttir sigraði í 1250 m sundinu og Sigrún Ólafsdóttir kom fyrst í mark eftir 400 m sund.
Sundið er ein fjögurra keppna í Landvættaröðinni, en í henni eru einnig Bláalónsþrautin, Fossavatnsgangan og Jökulsárhlaupið. Þeir sem klára þrautirnar fjórar kallast landvættir.