Úr fréttabréfi Tónlistarskólans

132 nemendur stunda nú nám við Tónlistarskólann á Egilsstöðum, þar af 11 á Hallormsstað. Við skólann hafa í haust starfað sjö kennarar auk skólastjóra.

Í vetur hefur verið tekin upp sú nýbreytni að stúlknakórinn Liljurnar er nú orðinn samvinnuverkefni Egilsstaðakirkju, Tónlistarskólans á Egilsstöðum, Tónlistarskólans í Fellabæ og Menntaskólans á Egilsstöðum. Nemendur Menntaskólans geta náð sér í einingar með því að taka þátt í kórnum og nemendur tónlistarskólanna njóta auðvitað góðs af þátttöku í kórnum. Stjórnandi Liljanna er Margrét Lára Þórarinsdóttir og  undirleikari Tryggvi Hermannsson. Liljurnar hafa þegar komið einu sinni fram í vetur en þær sungu fyrir erlenda gesti Egilsstaðaskóla í byrjun október og hljómuðu mjög vel.

Fyrirhugað var að halda sameiginlega tónleika allra tónlistarskóla á Fljótsdalshéraði í nóvember en vegna mikilla anna verður þeim tónleikum frestað fram yfir jól. Fréttabréf Tónlistarskólans í heild má sjá hér.