132 nemendur stunda nú nám við Tónlistarskólann á Egilsstöðum, þar af 11 á Hallormsstað. Við skólann hafa í haust starfað sjö kennarar auk skólastjóra.
Í vetur hefur verið tekin upp sú nýbreytni að stúlknakórinn Liljurnar er nú orðinn samvinnuverkefni Egilsstaðakirkju, Tónlistarskólans á Egilsstöðum, Tónlistarskólans í Fellabæ og Menntaskólans á Egilsstöðum. Nemendur Menntaskólans geta náð sér í einingar með því að taka þátt í kórnum og nemendur tónlistarskólanna njóta auðvitað góðs af þátttöku í kórnum. Stjórnandi Liljanna er Margrét Lára Þórarinsdóttir og undirleikari Tryggvi Hermannsson. Liljurnar hafa þegar komið einu sinni fram í vetur en þær sungu fyrir erlenda gesti Egilsstaðaskóla í byrjun október og hljómuðu mjög vel.
Fyrirhugað var að halda sameiginlega tónleika allra tónlistarskóla á Fljótsdalshéraði í nóvember en vegna mikilla anna verður þeim tónleikum frestað fram yfir jól. Fréttabréf Tónlistarskólans í heild má sjá hér.
Takk fyrir!
Ábending þín er móttekin
Lyngási 12, 700 Egilsstaðir
fljotsdalsherad@fljotsdalsherad.is
kt: 481004-3220
Opnunartímar skrifstofu
8:00 - 15:45 alla virka daga
Persónuverndarfulltrúi Fljótsdalshéraðs hefur eftirlit með að farið sé að persónuverndarlögum í starfsemi sveitarfélagsins
Með íbúagátt er íbúarnir komnir í beint samband við sveitarfélagið sitt með rafrænum hætti.
Þjónustugátt fyrir kjörna fulltrúa Fljótsdalshéraðs.
Upplýsinga- og þjónustuveita ríkis og sveitarfélaga. Hér er að finna upplýsingar um opinbera þjónustu, aðgang að stórum hluta eyðublaða hins opinbera o.fl.