Síðastliðnar tvær vikur hafa tæplega 90 nemendur lagt stund á listdans á Fljótsdalshéraði. Námskeiðin eru á vegum menningarverkefnisins Dansstúdíó Emelíu. Kennarar á námskeiðunum eru Emelía Antonsdóttir Crivello, sem jafnframt er í forsvari fyrir verkefnið og listdansarinn Alyona Perepelytsia. Á námskeiðunum lærðu nemendur grunntækni í listdansi með áherslu á samtímadans og jazzballet.
Námskeiðunum lýkur með danssýningu sem haldin verður í Íþróttahúsinu í Fellabæ á morgun, laugardaginn 2.júlí kl.16:00. Á sýningunni dansa nemendur á aldrinum 5-14 ára en einnig dansar Alyona samtímadans.
Ókeypis er inn á sýninguna og allir eru velkomnir.
Takk fyrir!
Ábending þín er móttekin
Lyngási 12, 700 Egilsstaðir
fljotsdalsherad@fljotsdalsherad.is
kt: 481004-3220
Opnunartímar skrifstofu
8:00 - 15:45 alla virka daga
Persónuverndarfulltrúi Fljótsdalshéraðs hefur eftirlit með að farið sé að persónuverndarlögum í starfsemi sveitarfélagsins
Með íbúagátt er íbúarnir komnir í beint samband við sveitarfélagið sitt með rafrænum hætti.
Þjónustugátt fyrir kjörna fulltrúa Fljótsdalshéraðs.
Upplýsinga- og þjónustuveita ríkis og sveitarfélaga. Hér er að finna upplýsingar um opinbera þjónustu, aðgang að stórum hluta eyðublaða hins opinbera o.fl.