Uppskeruhátíð Sumarlesturs barna á bókasafni Héraðsbúa var haldin í gær. Sumarlestur er lestrarátak fyrir börn á grunnskólaaldri, sem hófst 2. júní og lauk 23. ágúst. 61 barn, á aldrinum frá 6 til 12 ára, tók þátt í sumarlestrinum. Sum lásu eina bók en flest tóku mun fleiri og var Mekkín Ann Bjarkadóttir stórtækust og las 37 bækur. Allir sem tóku þátt fengu viðurkenningaskjal og örlítinn glaðning. Nöfn fimm þátttakenda voru dregin úr lukkupottinum og fengu þeir bókaverðlaun. Þá fengu þrjár stúlkur sem lásu flestar bækurnar aukaverðlaun, fallega stílabók svo þær geti byrjað að skrifa eigin sögur.
Bókasafnsstarfsmenn þakka öllum krökkum sem tóku þátt í sumarlestrinum skemmtilega samvinnu í sumar.
Þau börn sem ekki gátu komið í gær geta nálgast viðurkenningarskjölin næst þegar þau koma á bókasafnið.
Takk fyrir!
Ábending þín er móttekin
Lyngási 12, 700 Egilsstaðir
fljotsdalsherad@fljotsdalsherad.is
kt: 481004-3220
Opnunartímar skrifstofu
8:00 - 15:45 alla virka daga
Persónuverndarfulltrúi Fljótsdalshéraðs hefur eftirlit með að farið sé að persónuverndarlögum í starfsemi sveitarfélagsins
Með íbúagátt er íbúarnir komnir í beint samband við sveitarfélagið sitt með rafrænum hætti.
Þjónustugátt fyrir kjörna fulltrúa Fljótsdalshéraðs.
Upplýsinga- og þjónustuveita ríkis og sveitarfélaga. Hér er að finna upplýsingar um opinbera þjónustu, aðgang að stórum hluta eyðublaða hins opinbera o.fl.