- Stjórnsýsla
- Þjónusta
- Mannlíf
Undanfarna daga hafa verið tímabil með merkjanlegri og á stundum talsverðri brennisteinsdíoxíðsmengun í lofti hér á Austurlandi. Komið hefur verið upp mæli við Vonarland á Egilsstöðum og þar er hægt að fylgjast með magni brennisteinsdíoxíðs í lofti í rauntíma. Í frétt á heimasíðu Umhverfisstofnunar eru gagnlegar upplýsingar um málið og hvernig rétt er að bregðast við ef tilefni er til.
Í tilkynningu frá fræðslufulltrúa Fljótsdalshéraðs kemur fram að fylgst sé náið með raunmælingum og ef tilefni sé til verði skólabörnum haldið inni og slökkt á loftræstingum í skólabyggingum. Gildi brennisteinsdíoxíðs í lofti virðist geta breyst hratt og því væri alla jafna aðeins nauðsynlegt að bregðast tímabundið við með þeim hætti að halda börnum inni. Ef tilefni er til munu ítarlegri upplýsingar verða sendar til foreldra á tafar.
Myndin sem fylgir fréttinni er tekin af svölum Bókasafns Héraðsbúa að kvöldi 12. september.