Upplýsingar fyrir þá sem flytja til sveitarfélagsins

Nú hefur verið lokið við að gera upplýsingabækling fyrir nýja íbúa sem flytja til Fljótsdalshéraðs. Hugmyndin er sú að afhenda hann um leið og fólk flytur lögheimili sitt til sveitarfélagsins og kemur á skrifstofu þess, eða þá að senda nýjum íbúum hann sem tilkynna lögheimilisflutning sinn með öðrum hætti. Í þessum bæklingi eru fyrst og fremst upplýsingar um hvar helstu þjónustu er að finna í sveitarfélaginu og hvert fólk getur snúið sér til að leita eftir henni. Þar eru líka myndir af flestum helstu þjónustustofnunum, þannig að ókunnir geti frekar áttað sig á því hvar viðkomandi þjónustu er að finna. Hugmyndin var sú að framleiða upplýsingabæklinginn eftir hendinni, þannig að auðvelt verði að uppfæra þær upplýsingar sem þar er að finna ef breytingar verða. Bæklingurinn er gerður bæði á íslensku og ensku og er hann að finna á heimasíðu sveitarfélagsins, undir „Félagsþjónusta - Nýir íbúar" eða hér og undir „Þjónusta - Ertu að flytja?" eða hér og loks má finna enska bæklinginn einnig undir síðunni „Ferðamenn - In english" eða hér.