Upphaf Ormsteitis

Ormsteiti hófst með pomp og prakt föstudaginn 13. ágúst með Hverfagrillum og Karnivali sem gekk fylktu liði bæjarbúa á Hverfaleika á Vilhjálmsvelli. Sjaldan hafa verið eins margir gestir á Vilhjálmsvelli en brekkan var þéttsetin fólki, langflestir klæddir sínum hverfa lit. Héraðshöfðingi Ormsteitis 2010, Gerður Unndórsdóttir, setti leikana að þessu sinni eftir að frjálsíþróttakappinn Daði Fannar Sverrisson hafði tendrað eld í tunnunni. Hverfaleikarnir voru æsi spennandi en Sigurður Magnússon og Sigurbjörg Kristjánsdóttir stjórnuðu þeim af mikilli röggsemi. Það voru appelsínugulir, eða Fellamenn sem sigruðu að þessu sinni. Að loknum Hverfaleikum hélt skrúðgangan með Karnivalið í broddi fylkinga niður í Kornskála þar sem búningakeppnin fór fram. Búningakeppnin er nýr liður í dagskrá Ormsteitis og var það Íslenska gámafélagið sem styrkti og gaf vinningana. Það var Sigrún Jóna Hauksdóttir sem hreppti fyrsta sætið en hún býr í Fellabæ. Íbúar Fljótsdalshéraðs hafa nú sem aldrei fyrr skreytt sín hverfi í sínum litum. Það er nýlunda að Héraðsmenn skreyti svo mikið en það má segja að bleika hverfið hafi gefið tóninn í fyrra þó allir hafi nú skreytt töluvert þá. Í ár var ekkert gefið eftir í skreytingum og mörg hverfi með alveg sérstaklega frumlegar og skemmtilegar skreytingar. Engu að síður var ekki hægt að slá bleika hverfið út og hélt það titlinum. Það má þó geta þess að appelsínugulir og bláir fylgdu fast í fótspor þeirra. Það má því segja að Fellamenn hafi tekið upphafsdag Ormsteitis með trompi þetta árið.

Laugardaginn 14. Ágúst var margt um manninn á Fljótsdalshéraði. Á Egilsstöðum fóru fram 2 greinar í Austfjarðartröllinu en keppnisgreinunum er dreift á milli staða á Austurlandi. Þá var Fornbílaklúbburinn, Austurlandsdeild ferðaklúbbsins 4X4 og björgunarsveitir á Austurlandi með sýningu á sínum bílum. Einnig komu meðlimir úr Vélahjólaklúbb Austurlands Drekar með sín hjól til sýnis.
Möðrudalsgleðin hófst einnig á laugardagsmorgun með gönguferð um Möðrudalsland. Dagskrá var síðan allan daginn sem lauk með 100 gesta tónleikum við Selána með Magna og svo balli á pallinum með hljómsveitinni Nefndin.

Hallormststaðadagur var sunnudaginn 15. Ágúst. Því miður þá gerðist það sem aldrei hafði komið fyrir áður á þessum árlega viðburði að færa þurfti dagskránna inn í íþróttahús á Hallormsstað vegna rigningar. Engu að síður mættu fjölmargir á barnadagskránna þar sem Björgvin Franz og Jóhann G. Jóhannsson fóru á kostum og skemmtu ekki síður fullorðna fólkinu eins og börnunum. Tónleikar komu svo í kjölfarið með hljómsveitinni Nesi, Sjana og hinar kellingarnar með söngkonurnar Andreu Gylfa, Guðrúni Gunnars og Kristjönu Stefáns í farabroddi. Frábærir listamenn þar á ferðinni öll sem eitt. Þrátt fyrir að færa hafi þurft dagskránna eins og fyrr segir þá var aðeins hálftíma seinkun á dagskrá.