Félagsþjónusta Fljótsdalshéraðs býður foreldrum barna sem fæddust árið 2006 og búa í sveitarfélaginu á uppeldisnámskeið. Námskeiðið er foreldrum að kostnaðarlausu. Byggt verður á námskeiðinu Uppeldi sem virkar færni til framtíðar sem þróað var af Heilsuvernd barna.
Á námskeiðinu er lögð áhersla á að kenna foreldrum árangursríkar aðferðir til að hafa áhrif á hegðum barna sinna og móta hana á jákvæðan hátt. Þannig er lagður grunnur að því að barnið þroski með sér mikilvæga eiginleika og læri færni sem nýtist því alla ævi.
Kennt verður á miðvikudagskvöldum frá klukkan 18.00 til 21.00 dagana 20. febrúar, 27. febrúar og 5. mars næst komandi í húsakynnum Heilbrigðisstofnunar Austurlands á Egilsstöðum.
Kennarar eru Hildur Bergsdóttir og Kristín Þyri Þorsteinsdóttir en þær eru báðar félagsráðgjafar að mennt.
Þátttakendur þurfa að skrá sig fyrirfram. En nánari upplýsingar og skráning er hjá félagsþjónustunni í síma 4 700 705.