Ungt fólk hvatt til að nota kosningaréttinn

Eins og flestir vita þá fara sveitarstjórnarkosningar fram núna á sunnudaginn þann 31. maí.

Samband íslenskra sveitarfélaga hvetur alla sem náð hafa kosningaaldri til að nýta sér kosningarétt sinn og taka afstöðu.

Því hefur sambandið látið útbúa gagnvirk myndbönd sem eiga að vekja ungt fólk til umhugsunar um lýðræði og komandi kosningar.

Slóðir beint á myndböndin eru hér:
https://www.youtube.com/watch?v=h1JEBqoYgBk
https://www.youtube.com/watch?v=1latcX5SGfk