Á morgun, miðvikudaginn 9. apríl stendur stefnur Ungmennaráð Fljótsdalshéraðs fyrir ungmennaþingi, í samstarfi við Nemendafélag Menntaskólans á Egilsstöðum. Umfjöllunarefni þingsins verður skemmtanir og afþreying ungs fólks. Þingið er ætlað ungu fólki.
Þingið hefst, kl. 15.00 og fer fram í Vegahúsinu á Egilsstöðum.
Dagskráin er eftirfarandi:
15.00 Setning - Hrafnkatla Eiríksdóttir, formaður ungmennaráðs
15.10 Unga fólkið og sveitarfélagið - Eiríkur Björn Björgvinsson, bæjarstjóri
15:25 Skemmtanir og afþreying ungs fólks á Héraði - Egill Gunnarsson, formaður NME
15:40 Sjónarhóll lögreglunnar - Óskar Bjartmarz, yfirlögregluþjónn
15.55 Djamm eða djamm - Svavar Knútur Kristinsson, forvarnarfulltrúi hjá Reykjavíkurborg
16.00 Fyrirspurnir umræður
16.10 Kaffihlé
16.20 Hópavinna
17.00 Niðurstöður hópavinnu kynntar
17.20 Samantekt og þingslit - Egill Gunnarsson, formaður NME
17.30 Pizzuveisla í boði ungmennaráðsins
Vakin er athygli á því að um kvöldið verða haldnir tónleikar með Svavari Knúti trúbador í Vegahúsinu.