- Stjórnsýsla
- Þjónusta
- Mannlíf
Í síðasta mánuði tóku nýir fulltrúar í ungmennaráði Fljótsdalshéraðs til starfa, þegar fyrsti fundur ráðsins var haldinn þennan veturinn. En í ráðið er skipað árlega. Í ráðinu sitja tíu einstaklingar sem koma úr 9. eða 10. bekk grunnskólanna, úr framhaldsskólunum, Vegahúsinu og lok einn fulltrúi sameiginlega fyrir þrjú félagasamtök. Að þessu sinni eru aðalmenn í ungmennaráði þessir: Malen Björg Jónsdóttir, Sólveig Helga Hjarðar, Emma Líf Jónsdóttir, Elvar Bjarki Gíslason, Aðalheiður Björg Unnarsdóttir, Lísa Mist Smáradóttir, Sunna Celeste Ross, Erla Guðný Pálsdóttir og Sævar Atli Sævarsson.
Á öðrum fundi ráðsins var Erla Guðný Pálsdóttir kosin formaður og Sólveig Helga Hjarðar varaformaður. Á fundinum var einnig rætt um bíósýningar og möguleika til að endurvekja þær á Héraði. Í fundargerð ráðsins segir: Farið yfir þetta lífseiga mál. Rætt um að þótt niðuhal og leigumöguleikar á kvikmyndum hafi aukist stórlega sé það bíóstemningin sem aldrei náist fyrir framan tölvuskjá og fundarmenn sammála um að bíó sé hollt félagslega. Fundarmenn reifuðu staði og komu upp ókláraður salur Egilsstaðaskóla, Sláturhús og salur sem staðsettur er í menntaskólanum . Starfsmanni ráðsins falið að skoða þessa möguleka kostnað og vilja til framkvæmdi í þessa veru.
Í fundargerð bæjarstjórnar frá 4. nóvember kemur fram að hún fagnar því að nýtt ungmennaráð hefur verið skipað og er tekið til starfa. Bæjarstjórn ítrekar mikilvægi öflugs starfs ungmennaráðs og að raddir og skoðanir ungu kynslóðarinnar nái þannig með markvissum hætti til bæjarfulltrúa og inn í stjórnkerfi sveitarfélagsins. Ungmennaráð Fljótsdalshéraðs er eitt fárra slíkra ráða, sem hefur náð að festa sig í sessi og virka sem hluti af stjórnkerfinu, segir í bókun bæjarstjórnar.