Í gær, fimmtudaginn 4. október, var haldinn fyrsti fundur ungmennaráðs á þessum vetri. Ungmennaráð Fljótsdalshéraðs er skipað ungu fólki frá grunn- og framhaldsskólum sveitarfélagsins, félagasamtökum og Vegahúsinu, alls tíu fulltrúar.
Á fundinum í gær var Hrafnkatla Eiríksdóttir kjörinn formaður ungmennaráðsins og Dagrún Drótt Valgeirsdóttir varaformaður. Aðalmenn ungmennaráðs starfsveturinn 2007-2008 eru: Þuríður Skarphéðinsdóttir, Svana Magnúsdóttir, Helga Rún Steinarsdóttir, Bryndís Björt Hilmarsdóttir, Valdís Theódóra Ágústsdóttir, Garðar Örn Garðarsson, Sandra María Ásgeirsdóttir, Hrafnkatla Eiríksdóttir, Dagrún Drótt Valgeirsdóttir. Enn hefur aðalmaður félagasamtaka ekki verið skipaður.
Á fyrsta fundi ráðsins var eftirfarandi bókun gerð: Ungmennaráð beinir því til grunnskóla sveitarfélagsins að lögð verði aukin áhersla á þjálfun nemenda í ræðumennsku þannig að þeir geti sem best staðið fyrir máli sínu. Ungmennaráð beinir því til Nemendaráðs ME að það hafi forgöngu um að kynna Morfís keppnina fyrir nemendum grunnskólanna.