Ungmennaráð Fljótsdalshéraðs fjallar um komandi sveitarstjórnarkosningar

Á fundi ungmennaráðs Fljótsdalshéraðs sem nýlega var haldinn kom fram að ráðið hyggst senda öllum framboðum til sveitarstjórnar spurningalista og deila svörum þeirra á samfélagsmiðlum sínum.

Ungmennaráð sendi jafnframt frá sér hvatningu, sem bæjarstjórn síðan tók undir og hvatti ungt fólk sérstaklega til þess að láta sig málefni samfélagsins varða, kynna sér fólk og málefni og nýta kosningarétt sinn í sveitarstjórnarkosningum fyrir nýtt sveitarfélag, sem fram fara laugardaginn 19. september 2020.