Unglingalandsmótið kynnt á opnum fundi

Í kvöld, fimmtudaginn 3. mars verður haldinn kynningarfundur á fyrirhuguðu Unglingalandsmóti UMFÍ sem haldið verður á Fljótsdalshéraði 29. - 31. júlí í sumar. Fundurinn verður í hátíðarsal Egilsstaðaskóla og hefst kl. 20.00.

Dagskrá fundarins

Formaður ULM 2011, Björn Ármann Ólafsson, setur fundinn og skipar fundarstjóra.

Kynning á Unglingalandsmóti 2011
a) Undirskrift samnings milli ULMN og Fljótsdalshéraðs
b) Ávarp bæjarstjóra, Björns Ingimarssonar
c) Ávarp formanns UMFÍ, Helgu G. Guðjónsdóttur
d) Formaður ULM 2011, Björn Ármann Ólafsson, segir frá samstarfsaðilum, kynnir nefndina og stjórnendur einstakra þátta, keppendatjaldbúðir, framkvæmdastjóra og verkefnisstjóra.
e) Framkvæmdastjóri ULM 2011, Ómar Bragi Stefánsson, kynnir dagskrá mótsins, keppnisgreinar, afþreyingu, kynningarefni mótsins, markaðstjald, þjónustu á staðnum o.fl.
f) Formaður UÍA, Elín Rán Björnsdóttir, kynnir aðkomu UÍA, sölumál og þjónustu
g) Forseti bæjarstjórnar, Stefán Bogi Sveinsson, segir frá aðkomu sveitarfélagsins.

Umræður og fyrirspurnir

Fundarslit kl. 22.00