Keppnisgreinar hafa aldrei verið fleiri en keppt verður í dansi, fimleikum, frjálsíþróttum, glímu, golfi, hestaíþróttum, knattspyrnu, körfubolta, motocross, skák og sundi. Fötluðum einstaklingum verður boðið upp á keppni í sundi og frjálsíþróttum. Unglingalandsmótin eru frábær kostur fyrir alla þá sem velja heilbrigt og vímuefnalaust umhverfi samhliða því að taka þátt í fjölbreyttri íþróttakeppni. Allir krakkar á aldrinum 11-18 ára geta tekið þátt í íþróttakeppni mótsins.
Frábær aðstaða til íþróttakeppni er á Egilsstöðum. Landsmót UMFÍ var haldið þar árið 2001 og þá var mikil uppbygging íþróttamannvirkja á staðnum sem við njótum nú góðs af. Frjálsíþróttavöllurinn er í fallegu grónu umhverfi í miðjum bænum. Sundlaugin og stórt íþróttahús eru einnig í hjarta bæjarins.
Keppnisdagskráin hefst á föstudagsmorgni, 29. júlí. Setningarathöfnin verður þá um kvöldið en stefnt er á að hafa hana einkar glæsilega. Íþróttakeppnin verður uppistaðan í allri dagskrá en henni lýkur á sunnudag. Kvöldvökur verða öll kvöldin og fjölbreytt afþreyingardagskrá frá morgni til kvölds. Vert er að benda á að sérstök kynning verður á strandblaki á mótinu.
Ungmenna- og íþróttasamband Austurlands er mótshaldari þessa móts. UÍA var stofnað árið 1941 og því um 70 ára afmælisár að ræða.
Heimasíða mótsins er www.ulm.is. Á henni er að finna ýmsar upplýsingar um mótið sjálft, keppnisgreinar og aðstöðu. Fleiri og fleiri upplýsingar koma inn á síðuna þegar nær dregur og þar verður einnig hægt að skrá keppendur á mótið. Upplýsingar um mótið má einnig finna á heimasíðu Fljótsdalshéraðs, eða hér.
Takk fyrir!
Ábending þín er móttekin
Lyngási 12, 700 Egilsstaðir
fljotsdalsherad@fljotsdalsherad.is
kt: 481004-3220
Opnunartímar skrifstofu
8:00 - 15:45 alla virka daga
Persónuverndarfulltrúi Fljótsdalshéraðs hefur eftirlit með að farið sé að persónuverndarlögum í starfsemi sveitarfélagsins
Með íbúagátt er íbúarnir komnir í beint samband við sveitarfélagið sitt með rafrænum hætti.
Þjónustugátt fyrir kjörna fulltrúa Fljótsdalshéraðs.
Upplýsinga- og þjónustuveita ríkis og sveitarfélaga. Hér er að finna upplýsingar um opinbera þjónustu, aðgang að stórum hluta eyðublaða hins opinbera o.fl.