Umsóknir í Fjárafl

Á fundi stjórnar Fjárafls, fjárfestinga- og þróunarsjóðs í eigu Fljótsdalshéraðs, sem haldinn var í desember, var ákveðið að auglýsa eftir umsóknum í sjóðinn með umsóknarfresti til 15. mars 2009. Meginhlutverk sjóðsins er að efla byggð í dreifbýli sveitarfélagsins.

Sjóðnum er ætlað að ná tilgangi sínum með eftirfarandi hætti:
• Veita styrki til verkefna er lúta að atvinnusköpun og atvinnuþróun, hagnýtum rannsóknum og framþróun annarra samfélagsþátta sem áhrif geta haft á búsetu í dreifbýli sveitarfélagsins.
• Veita áhættulán og skuldabréfalán sem innifalið geta breytirétt í hlutafé. Lánin skulu bundin við nýsköpunarverkefni á sviði vöruþróunar, sókn á nýja markaði, tækniyfirfærslu milli fyrirtækja eða stofnun sprotafyrirtækja.
• Hlutafjárkaupum í fyrirtækjum sem eru til þess fallin að styrkja atvinnulíf sem fyrir er í dreifbýlinu og/eða skapa störf sem auka atvinnumöguleika íbúa þess.
• Stofnfjárframlögum til samvinnufélaga og sjálfseignarstofnana sem hafa hlutverk er varðar hagsmuni íbúa, fyrirtækja eða stofnana í dreifbýlinu.

Umsóknarfrestur er til 15. mars 2009, en umsóknum skal skila á skrifstofu Fljótsdalshéraðs í Fellabæ eða á Egilsstöðum.

Hægt er að nálgast úthlutunarreglur og umsóknareyðublöð fyrir sjóðinn hér