Umsóknarfrestur til og með 30. mars

Menningarráð Austurlands gaf nýlega út fréttabréf þar sem m.a. er auglýst eftir umsóknum um styrki á grunni samnings sveitarfélaga á Austurlandi og ríkisins um menningarmál. Umsóknarfrestur er til og með 30. mars og fer úthlutun fram í apríl.

Í fréttabréfinu kemur einnig fram viðvera menningarfulltrúa Austurlands, í sveitarfélögum á Austurlandi, vegna ýmislegs er varðar úthlutun styrkja ráðsins. Á Fljótsdalshéraði er menningarfulltrúi til viðtals 29. og 30. mars kl. 13.00-16.00 á skrifstofu menningarráðsins að Miðvangi 2-4, 3. hæð, á Egilsstöðum. Einnig er hægt að óska eftir viðtölum á öðrum tímum en sími menningarfulltrúa er 471-3230 og 860-2983.

Hér er hægt að sjá fréttabréf Menningarráðs Austurlands.