Á bæjarstjórnarfundi þann 6. apríl var einróma samþykkt tillaga frá umhverfis- og héraðsnefnd um að sveitarfélagið vekti athygli á verkefninu Grænn apríl og hvetti alla í sveitarfélaginu, íbúa og fyrirtæki, að kynna sér verkefnið og taka þátt í því. Samtökin Grænn apríl voru stofnuð nýverið til að hvetja fólk til að vinna saman til að gera apríl að grænum mánuði.
Aprílmánuður var kjörinn því þá er náttúran að vakna til lífs, dagur jarðar er 22. apríl og hinn íslenski Dagur umhverfisins er 25. apríl. Þá er kjörið að koma af stað umhverfisvænum verkefnum, kynna þau umhverfisverkefni sem þegar eru í framkvæmd og kynna vöru, þekkingu og þjónustu sem snýr að grænni og sjálfbærri framtíð. Nánari upplýsingar um verkefnið er að finna á Graennapril.is.
Takk fyrir!
Ábending þín er móttekin
Lyngási 12, 700 Egilsstaðir
fljotsdalsherad@fljotsdalsherad.is
kt: 481004-3220
Opnunartímar skrifstofu
8:00 - 15:45 alla virka daga
Persónuverndarfulltrúi Fljótsdalshéraðs hefur eftirlit með að farið sé að persónuverndarlögum í starfsemi sveitarfélagsins
Með íbúagátt er íbúarnir komnir í beint samband við sveitarfélagið sitt með rafrænum hætti.
Þjónustugátt fyrir kjörna fulltrúa Fljótsdalshéraðs.
Upplýsinga- og þjónustuveita ríkis og sveitarfélaga. Hér er að finna upplýsingar um opinbera þjónustu, aðgang að stórum hluta eyðublaða hins opinbera o.fl.