Umboðsmaður barna til viðtals

Umboðsmaður barna verður á ferð um Austurland og mun bjóða upp á viðtalstíma í Sláturhúsinu á Egilsstöðum fimmtudaginn 14. október milli kl. 17.00 og 18.30. Þeir sem hafa áhuga á að kynnast hlutverki umboðsmanns barna eða ræða málin um réttindi barna eru hvattir til að koma við í Sláturhúsinu. Nánari upplýsingar má fá á www.barn.is